Geir Haarde, fjármálaráðherra, reiknar með að sala Símans skili yfir einum milljarði Bandaríkjadala í ríkiskassann (65 milljarðar íslenskra króna), segir í frétt Dow Jones.

Dow Jones segir söluverðið nema um 7% af landsframleiðslu Íslands. Geir segir í samtali við blaðamann fréttaveitunnar að orðrómur hafi verið um að Síminn verði seldur á yfir einn milljarð Bandaríkjadala, en neitar ræða málið frekar.

?Það hefur verið talað um að söluverðið geti verið vel yfir milljarði Bandaríkjadala," segir Geir en bætir við markaðsöflin ráði verðinu.

Í frétt Dow Jones segir að ekki hafi enn verið ákveðið hvernig söluandvirði Símans verður nýtt en að það komi til greina að nota það til að greiða niður skuldir ríkisins.