Fjármálaráðuneytið yfirtók um síðustu áramót veðbréf (repo) í vörslu Seðlabankans að verðmæti ríflega 670 milljarðar króna.

Með því var tryggt að eiginfjárhlutfall Seðlabankans væri í lagi um áramót en ljóst var að eiginfjárhlutfall bankans var í hættu með bréfin innanborðs.

Eigið fé Seðlabankans er 90 milljarðar króna. Annars vegar var þarna um að ræða veðbréf upp á 285 milljarða króna sem eru bréf útgefin af gömlu bönkunum og því ekki innheimtanleg lengur.

Fjármálaráðneytið yfirtekur þessar kröfur frá Seðlabankanum og mun halda á þeim gagnvart þrotabúunum. Þótt bréfin séu verðlítil eða jafnvel verðlaus þá verður ráðuneytið að greiða ákveðna upphæð fyrir þau til að viðhalda eiginfjárstöðu Seðlabankans.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .