*

föstudagur, 7. ágúst 2020
Innlent 1. mars 2019 15:02

Fjögur fengu stjórnvísiverðlaunin

Hermann Björnsson, Linda Gunnarsdóttir, Sigurður Egill Þorvaldsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2019 sem afhent voru í gær.

Ritstjórn
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Borghildur Einarsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Einkaleyfastofunnar afhentu verðlaunin í gær.
Aðsend mynd

Hermann Björnsson, Linda Gunnarsdóttir, Sigurður Egill Þorvaldsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2019 sem afhent voru í gær. 

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, var verðlaunaður í flokki yfirstjórnenda, Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri Icelandair, og Sigurður Egill Þorvaldsson, leiðtogi framleiðsluskipulags Rio Tinto á Íslandi, í flokki millistjórnenda og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir í flokki frumkvöðla. 

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru veitt árlega stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað framúr á sínu sviði að því er kemur fram á vef Stjórnvísis.. Félagar í Stjórnvísi tilnefna stjórnendur út frá viðmiðum sem sett eru hverju sinni. Síðan tekur dómnefnd við öllum gögnum um tilnefningar og vinnur úr þeim.

Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er sagt vera að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Með því vilji Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Stikkorð: Stjórnvísi