Enn sem fyrr hafa Morgunblaðið og Vísir afgerandi stöðu í lestri íslenskra netmiðla, en ekki er síður athyglisvert hvað DV hefur sótt hart upp að hlið þeirra og er með ríflega helmingi meiri lestur en Ríkisútvarpið á vefnum.

Fréttablaðið hefur bætt nokkru við sig undanfarna mánuði, en samt hlýtur það að valda útgefendum áhyggjum að hann skuli ekki vera meiri en raun ber vitni, sérstaklega í ljósi þess að samstarfsamningurinn við Vísi er í þann veginn að renna út. Aðrir netmiðlar eru sem sjá má með mun minni lestur, enda flestum ætlað að höfða til þrengri hópa.