Nýtt fjarskiptafyrirtæki, Hringdu ehf., hóf að auglýsa nettengingar  og heimasímaþjónustu í síðustu viku. Hringdu er í  eigu Játvarðs Jökuls Ingvarssonar, Davíðs Fannars Gunnarssonar og foreldra þeirra. Félagið býður upp á þjónustu  um allt land.

Hringdu rekur sína  eigin símstöð, kjarnanet  og útlandagátt  og á heimasíðu  félagsins segir að  það geti „þar af  leiðandi veitt hágæða  nettengingu  og heimasíma á lágu verði og þjónustu um allt land“. Á meðal  þess sem Hringdu býður upp á eru símtöl á 0 krónur til útlanda  og engin upphafsgjöld. Félagið hefur almenna heimild til að  stunda fjarskiptastarfsemi frá Póst- og fjarskiptastofnun. Höfuðstöðvar  Hringdu eru að Grensásvegi 22.