Viðskipti með skuldabréf í nýliðnum mánuði námu 547 milljörðum sem er þriðja mesta velta í einum mánuði.  Það sem af er ári nemur velta með skuldabréf 2.167 milljörðum en heildarvelta síðasta árs nam 2.430 milljörðum króna.

Veltumestu bréf í mánuðinum voru RIKB 09 0612 (71 milljarðar, 92 pkt. lækkun ávöxtunarkröfu í mán.), RIKB 08 1212 (65 milljarðar, 55 pkt. lækkun í mán.) og HFF150914 (59 milljarðar, 23 pkt. lækkun í mán.), segir í fréttatilkynningu.

Athyglisvert er að veltumestu bréfin eru á styttri endanum. Ennfremur er áhugavert að skoða þróun ávöxtunarkröfu 5 ára verðtryggðu og óverðtryggðu vísitalnanna en hana má sjá á myndinni hér að neðan. Þar er verðtryggða krafan á vinstri ás og sú óverðtryggða á hægri ás.

Í apríl mánuði var Landsbanki Íslands með mestu markaðshlutdeildina á skuldabréfamarkaði eða 27%, Kaupþing banki var með 19% hlutdeild og Glitnir banki með 18% hlutdeild.