Mikill vöxtur hefur átt sér stað hjá KPMG á síðustu þremur árum og var afkoma fyrirtækisins ein sú besta til margra ára, að sögn Sigurðar Jónssonar, framkvæmdastjóra þess.

Góð afkoma kemur meðal annars fram í því að heildartekjur fyrirtækisins, á tímabilinu 1. október 2006 til 30. september 2007, jukust um 25,6% aukningu á milli ára

Þá var KPMG á Íslandi með fimmta mesta vöxt innan þess svæðis sem nefnt er EMA (Evrópa, Mið Austurlönd og Afríka), samanborið við aðrar skrifstofur KPMG International staðsettar þar.

Útrás, góðæri og aukið regluverk

Aðspurður um hver væri grunnurinn að góðu gengi KPMG á undanförnum árum, kvað Sigurður ástæðuna vera margþætta. Sem dæmis nefnir hann að fyrirtækið hafi átt því láni að fagna að vinna með mörgum af helstu útrásarfyrirtækjum landsins á sama tíma og almennt góðæri hefur verið í landinu. Þá hafi aukið regluverk kallað á aukna vinnu, sem byggi oft á alþjóðlegum kröfum, bæði um endurskoðun og reikningsskil.

Samtal við Sigurð birtist í grein í þriðjudagsblaði Viðskiptablaðsins.