FL Group segir að fyrirtækið hafi staðið af sér óstöðugleika íslenska efnahagsins að undanförnu með því að verja sig gagnvart krónunni, þannig hafi fyrirtækið tryggt sér talsvert rými til erlendra fjárfestinga, segir í frétt Financial Times.

Hannes Smárason, forstjóri FL Group segir að fyrirtækið hafi hagnast verulega á erlendum gjaldmiðlum sem hafa verið að styrkjast og með því að taka skortstöðu gagnvart íslensku krónunni, en krónan féll um 30% í febrúar.