Meirihluti félagsmanna og fyrirtækja innan raða Samtaka iðnaðarins eru andvíg upptöku evrunnar sem þjóðargjaldmiðli í stað krónunnar. Þetta er annað viðhorf en áður var ráðandi innan samtakanna.

Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi Samtaka iðnaðarins um aðildarviðræður stjórnvalda við Evrópusambandið og Evrópumálin almennt í morgun.

Á árunum 2004 til 2006 fjölgaði þeim sem fylgjandi því að taka upp evru hér auk þess sem dró úr andstöðunni gegn því. Árið 2006 studdu 32,8% upptöku evru og voru aðeins 9,4% á móti því. Nú hefur hins vegar fjölgað verulega í röðum þeirra sem eru mjög andvígir upptöku evrunnar og hlutfallið rokið úr 9,4% í 24,4%. Á sama tíma eru 20,7% frekar andvígir upptöku evru.

Aðeins 36,5% eru ýmist mjög hlynntir eða frekar hlynntir upptöku evru hér.

Spurt var í könnuninni hvort viðkomandi væri hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi í stað íslensku krónunnar.

Niðurstaða í könnun Capacent fyrir Samtök iðnaðarins
Niðurstaða í könnun Capacent fyrir Samtök iðnaðarins