*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 8. mars 2015 09:30

Fleiri fengju bónusa

Verði frumvarp um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki samþykkt verður fleiri starfsmönnum fjármálafyrirtækja heimilt að fá kaupaukagreiðslur.

Ritstjórn

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði í fyrradag fram frumvarp um breytingar á lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Flestar breytingarnar eru í samræmi við nýtt CRD IV regluverk Evrópusambandsins og eru ýmsar breytingar lagðar til hvað varðar eftirlitskerfi með áhættu, virka eignarhluti, stjórnarhætti o.fl. Eitt af því sem helst er til umræðu eru reglur um kaupaukakerfi starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Samkvæmt núgildandi reglum má hlutfall breytilegra starfskjara (þ.e. kaupauka) ekki vera hærra en 25% af föstum árslaunum starfsmanns. Reglurnar banna algjörlega greiðslu kaupauka til starfsmanna eftirlitseininga en þær eru heimilaðar annars staðar á Norðurlöndunum.

Strangt kerfi borið samanvið nágrannalöndin

Í tilskipun ESB sem breytingarnar miða við heimilar hún að hlutfall kaupauka geti verið 100% af föstum starfskjörum auk þess sem hluthafafundi fjármálafyrirtækis er heimilt að hækka það upp í 200%. Í þeim er mælt með að aðildarríkinláti íþyngjandi reglur tilskipunarinnar aðeins taka til þeirra starfsmanna sem hafa veruleg áhrif á áhættusnið fjármálafyrirtækja. Jafnframt er ekki lagt bann við að greiddir séu kaupaukar til eftirlitseininga fyrirtækisins eða stjórnarmanna. Í frumvarpinu er lagt til að aðlaga reglur um kaupauka til starfsmanna fjármálafyrirtækja að mestu en að halda sérreglum um 25% hlutfall af föstum árslaunum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.