*

fimmtudagur, 4. mars 2021
Innlent 24. janúar 2021 13:24

Fleiri telja tekjur munu hækka en lækka

Aðeins 12% Íslendinga telja nú að tekjur heimilisins lækki næstu 6 mánuði, en ögn fleiri að þær hækki.

Ritstjórn
Íslendingar hafa aldrei eytt meiru dagana í kringum jólin en um síðustu jól.
Haraldur Guðjónsson

Fleiri Íslendingar töldu í desember tekjur heimilis síns myndu hækka en lækka næstu 6 mánuði, í fyrsta sinn síðan heimsfaraldurinn hófst, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Einungis 12% töldu tekjurnar myndu lækka, en ívið fleiri að þær myndu hækka.

Í apríl rauk hlutfall þeirra sem telja tekjur munu lækka upp í 40%, en þeir sem töldu þær myndu hækka voru sárafáir, og hafði viðlíka svartsýni þá ekki mælst í áratug.

Heilsuhraustari og eyðsluglaðari
Íslendingar eyddu 10.213 krónum á dag dagana 21. til 27. desember síðastliðna, og hafa ekki eytt meiru frá upphafi mælinga, en að raunvirði var gamla metið 9.312 krónur frá aðfangadag til gamlársdags árið 2012.

Um 10% landsmanna voru veikir að meðaltali á síðustu vikum nýliðins árs, samanborið við 14-19% síðastliðinn áratug. Sama hlutfall á við um síðasta haust, en 13-18% síðastliðinn áratug. Gallup leiðir líkum að því að auknum sóttvörnum vegna heimsfaraldursins megi þakka minni veikindi landsmanna, sem verður að teljast sennilegt. 

Stikkorð: Gallup Þjóðarpúls