Meirihluti þeirra beiðna um heimild til hlerana sem lögregla hefur lagt fyrir dómstóla á undanförnum árum hefur verið samþykktur. Ríkissaksóknari hefur fengið alla úrskurði dómstóla frá ársbyrjun 2009, en Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari boðaði nýverið auknar áherslur á eftirlit með þessum rannsóknum. Fréttablaðið fjallar um málið í dag.

"Menn þekkja hver skilyrðin eru og fara ekki fram með kröfur nema líklegt sé að dómstólar fallist á þær, með hliðsjón af dómaframkvæmd," segir hún í samtali við blaðið.

Valtýr Sigurðsson, fyrrum ríkissaksóknari, segist þekkja dæmi um rannsókn sérstaks saksóknara þar sem maður var boðaður til yfirheyrslu sem vitni. Á sama tíma fékkst heimild til að hlera síma viðkomandi. Það líit út fyrir að menn hafi hreinlega verið að fiska. Valtýr starfar í dag sem lögmaður og gætir meðal annars hagsmuna einstaklinga sem hafa verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara.