83,1% ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR. 38,2% ætla að ferðast utanlands í sumarfríinu.

Niðurstöður sömu könnunar benda til þess að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu líklegri til að ferðast utanlands en íbúar landsbyggðarinnar. Þá sýna sömu niðurstöður, það sem ætti ef til vill ekki að koma á óvart, að þeir sem hafa hærri heimilistekjur eru líklegri til að ferðast erlendis í sumarfríinu.

Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 23. júní 2014 og var heildarfjöldi svarenda 943 einstaklingar, 18 ára og eldri.