Þrír af fjórum umsvifamestu lífeyrissjóðum landsins á hlutabréfamarkaði hafa þá stefnu að beita sér, ýmist að fyrra bragði eða tilneyddir, á aðalfundum þeirra félaga sem þeir eiga hlut í.

Umsvifamestu lífeyrissjóðirnir eru Lífeyrissjóður verslunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR). Þeir hafa ólíka stefnu um það hvernig þeir beita sér sem hluthafar í skráðum fyrirtækjum. Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur þá reglu að beita atkvæðamagni sínu á hluthafafundum, m.a. í stjórnarkjöri, á meðan LSR hefur gætt hlutleysis við stjórnarkjör.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.