Tæp 34% kjósenda vill sjá sjá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, leiða næstu ríkisstjórn, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Til samanburðar er flokkurinn með rúmlega 30% fylgi í sömu könnun. Tæp 25% þeirra sem þátt tóku í könnuninni vilja sjá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, í sætinu.

Af hinum flokksformönnunum, styðja 13,3% Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, til að leiða næstu ríkisstjórn en 10,4% Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar.

Sigmundur segir í samtali við Fréttablaðið þetta ánægjulegt þótt niðurstöðurnar gefi sem slíkar ekki af sér niðurstöðu í kosningum. „En það skal viðurkennt að þetta er hvatning,“ segir hann.