Hlutabréf víðast hvar í Evrópu hækkuðu nokkuð mikið í dag. Lækkun olíuverðs og betri afkoma Societe Generale bankans er það sem veldur.

Flugfélög hækkuðu mikið í dag vegna lækkunar olíuverðs. Bréf Ryanair hækkuðu um 15% og bréf British Airways um 5,7%. Air France hækkaði um 9,2%.

FTSEurofirst vísitalan hækkaði um 2,6% í dag.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hækkaði um 2,5%, AEX vísitalan í Amsterdam hækkaði um 2,8% og DAX vísitalan í Frankfurt hækkaði um 2,6%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 2,5% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 1,6%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 1,6%, OMXS vísitalan í Stokkhólmi hækkaði um 3,1% en OBX vísitalan í Osló lækkaði um 2,5%.