Rúmlega 400 flugvallarstarfsmenn hjá Isavia lögðu niður störf klukkan fjögur í morgun. Verkfallið stendur til klukkan níu. Þetta er í þriðja sinn sem flugvallarstarfsmenn leggja niður störf tímabundið.

Í morgunfréttum RÚV kom fram að samninganefnd Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia hafnaði tilboði flugvallarstarfsmanna á miðvikudag en enginn samningafundur hefur verið haldinn síðan.

Eins og áður er búist við því að nokkur röskun verði á flugi í dag vegna verkfallsins.