Verð á flugvélaeldsneyti hefur farið ört lækkandi á síðustu dögum samhliða lækkun heimsmarkaðs á olíu. Tonnið kostaði 965 bandaríkjadali á föstudaginn eða rúmlega 112 þúsund í krónum talið og hafði ekki verið lægra í rúma fjóra mánuði. Þetta kemur fram í greingarefni IFS.

Boeing 757-200 vél í eigu Delta Air Lines.
Boeing 757-200 vél í eigu Delta Air Lines.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Þá var meðalverð á heimsmarkaði á öðrum ársfjórðungi um 1.060 bandaríkjadalir á tonn (tæplega 124 þúsund krónur) sem er 47% hærra meðalverð en á sama tímabili í fyrra. Eldsneytiskostnaður er stór útgjaldaliður fyrir Icelandair Group. Á síðasta rekstrarári var hlutfallið um 17% af tekjum en fór upp í 22% á fyrsta ársfjórðungi.