Rússneska flugvélin sem hrapaði yfir Egyptalandi um helgina hrapaði vegna utanaðkomandi atviks en alls fórust 224 í slysinu. BBC greinir frá.

Alexander Smirnov, framkvæmdastjóri innan flugfélagsins sem gerði út vélina, sagði að utanaðkomandi atvik væri eina eðlilega skýringin, en ekki væri hægt að útiloka hryðjuverkaárás. Smirnov segist útiloka að mannleg mistök eða tæknileg vandamál hafi orsakað slysið.

Yfirmaður rannsoknarnefnd flugslysa í Rússlandi segir þó við the Guardian að það sé of snemmt að tjá sig um máilið þar sem rannsakendur hafi ekki nægileg gögn til að komast að niðurstöðu.

Íslamska ríkið, Isis, hefur lýst því yfir að þau beri ábyrgð á hrapi flugvélarinnar en bæði Egyptaland og Rússland hafa hafnað þeim fullyrðingum og segja að Isis hafi ekki búnað sem geti skotið niður flugvélar í þessari hæð.