*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Erlent 12. febrúar 2018 14:25

Flugvöllurinn í hjarta London lokaður

Vegna uppgötvunar sprengju frá seinni heimsstyrjöldinni í nágrenninu var öllu flugi til og frá vellinum aflýst í bili.

Ritstjórn
epa

Eini flugvöllurinn í hjarta Lundúnaborgar, London City, var lokaður í dag og var öllu flugi til og frá vellinum aflýst, vegna þess að sprengja fannst í nágrenni flugvallarins.

Um er að ræða gamla sprengju frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sem ekki hafði sprungið á sínum tíma. Fundu byggingarverkamenn sprengjuna við King George V bryggjuna í Thames ánni rétt við flugvöllinn. Var flugvellinum lokað í kjölfar uppgötvunar sprengjunnar á sunnudag og hefur vellinum verið haldið lokuðum í dag, mánudag. 

Setti lögreglan upp 214 metra vítt svæði í kringum sprengjufundinn til að vernda almenning, sem þýddi að nokkrir íbúar nokkurra íbúða þurftu að yfirgefa þær.

Robert Sinclair framkvæmdastjóri flugvallarins segir í samkvæmt fortune.com að flugvöllinn sé í nánu samstarfi við lögreglu og flotann sem eru að vinna að því að fjarlægja sprengjuna eins hratt og hægt er. „Ég viðurkenni að þetta er að valda farþegum okkar óþægindum, og þá sérstaklega sumum af nágrönnum okkar.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is