*

miðvikudagur, 1. apríl 2020
Innlent 16. nóvember 2017 13:18

Flutningsverð lækkað um 30%

Með tilkomu beins flugs til Kaliforníu hefur samkeppni aukist við innflutning á ávöxtum, grænmeti og berjum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Jón Björnsson forstjóri Festa sem reka verslanir Krónunnar, Nóatúns, Elko, Bakkann og Kjarval segir mikla aukningu í flugumferð til og frá landinu hafa gert fyrirtækjum kleyft að fá sendingar af ferskum ávöxtum og grænmeti þrisvar í viku. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Nú þurfum við bara að panta tvo til þrjá daga fram í tímann en áður þurftum við að panta fyrir vikuna,“ segir Jón í samtali við Morgunblaðið þar sem hann segir þessa breytingu tiltölulega nýtilkomna. „Núna pöntum við vöru á þriðjudegi og hún er komin í búðir á fimmtudegi en hér á ður tók ferlið fimm og hæglega upp í sjö daga.“

Þurftu áður að aka vörunum þvert yfir Bandaríkin

Með tilkomu nýrra flugleiða til Kaliforníu, þar sem langmesta ávaxtaframleiðsla landsins fari fram hafi verið hægt að lækka umstang og þar af leiðandi verð umtalsvert.

„Nú þegar boðið er upp á flug á vesturströnd Bandaríkjanna, og það með risaþotum, hefur verð á flutningi grænmetis og ávaxta með flugi lækkað um 30% og það gerir okkur í raun kleift að bjóða ber og aðrar viðkvæmar vörur af því tagi á samkeppnishæfu verði,“ segir Jón í Morgunblaðinu.

Stikkorð: Krónan Nóatún Kjarval Kalifornía Jón Björnsson ávextir Festi Elko ber Bakkinn grænmet