Að sögn Jónasar Fr. Jónssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, mun eftirlitið í vaxandi mæli sinna verkefnum erlends við eftirlit meðútibúum íslenskra fyrirtækja og samráðsverkefni við erlenda eftirlitsaðila. "Vaxi starfsemi íslensku fyrirtækjanna mikið meira gæti komið til skoðunar eftir 1-2 ár hvort  að Fjármálaetirlitið þurfi að koma upp starfsstöð erlendis," sagði Jónas í ræðu sinni á ársfundi FME sem nú stendur yfir.