Anna aría Hálfdánardóttir er rekur nýtt laktósafrítt kaffihús sem ber nafnið Innovation House Cafe. Laktósafríar vörur hafa sótt í sig veðrið upp á síðkastið og hafa vörur mjólkurbúsins Örnu verið sérstaklega vinsælar. Faðir Örnu er Hálfdán Óskarsson, einn eigenda mjólkurbúsins Örnu.

„Faðir minn og Jón von Tetzchner fengu þá hugmynd að stofna laktósafría ísbúð og kaffihús. Það gekk hálf erfiðlega að koma ísblöndunni í búðir. Í framhaldi af því þá skrifaði ég B.Sc. ritgerð- ina mína í viðskipta- og markaðsfræði um rekstrargrundvöll slíkrar ísbúðar. Nú er reksturinn orðinn að raunveruleika – svo þetta er sambland af hugmyndinni frá þeim og ritgerðinni frá mér,“ segir Arna.

Mikil eftirvænting

Óhætt er að segja að mikil eftirvænting hafi verið fyrir opnun kaffihússins og ísbúðarinnar á Eiðistorgi. Arna María hefur staðið í ströngu við að koma rekstrinum á koppinn upp á síð- kastið. „Við erum búin að vera í undirbúningi síðustu dagana, alveg upp að því marki að fólk er búið að koma og kíkja í gegnum gluggann. Ég hef fulla trú á því að þetta gangi rosalega vel. Það er ekkert kaffihús eða ísbúð á Seltjarnarnesi. Svo það verður gaman að geta komið með þetta hingað.“

Vissulega rekstrargrundvöllur fyrir laktósafrítt kaffihús

Aðspurð segir Arna María að það sé vissulega rekstrargrundvöllur fyrir laktósafrítt kaffihús og ísbúð. „Vissulega, bæði miðað við markaðinn og eftirspurnina sem hefur verið á ís frá Örnu. það hefur verið mikið spurt um laktósafrían ís, enda hvergi hægt að fá hann á Íslandi. Fólk virðist almennt vera frekar spennt yfir þessu.“ Hins vegar þá er kaffihúsið fyrir alla, en ekki einungis þá sem geta ekki neytt laktósa. Það er mjólk í rjómaís og þeir sem eru með mjólkuróþol hafa ekki getað fengið ís eins og aðrir. Við ætlum bæði að vera með rjómaís og ítalskan kúluís og það er allt unnið úr vörum frá Örnu.“ Arna segir einnig að allt sé laktósafrítt á staðnum. „Kaffið, kökurnar, ísinn og allt meðlæti. Við búum meira að segja til laktósafríar dýfur. Það er sérkennið okkar að það er allt laktósafrítt.“

Hún bætir þó við að laktósafríar vörur eru ekki eins og soja eða slíkt. „Þetta er mjólk fyrir alla, það eina sem er búið að gera er að það er búið að brjóta niður mjólkursykurinn, svo það er ekki búið að taka neitt úr mjólkinni eða bæta við. Þetta er fyrir alla.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .