Trausti Harðarson hefur í dag tekið við starfi forstjóra Securitas. Guðmundur Arason hefur á sama tíma látið af störfum hjá félaginu að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

Trausti Harðarson er 30 ára og hefur starfað hjá Securitas í 10 ár á flestum sviðum félagins, nú síðast sem forstöðumaður sölu- og markaðssviðs. Trausti er með BS gráðu í viðskiptafæði en hafði áður lokið tæknimenntun. Trausti leggur nú lokahönd á MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Unnusta Trausta er Elva Hrund Þórisdóttir og eiga þau eina dóttur, Aldísi Tinnu.

?Hlutverk Trausta verður að byggja á þeim trausta grunni sem Securitas stendur á, sækja fram með félagið og takast á við fjölmörg spennandi tækifæri. Vöxtur Securitas hefur verið mikill á undanförnum árum. Velta þess er áætluð um 3 milljarðar í ár og starfa hjá fyrirtækinu um 400 manns. Trausti hefur gegnt lykilhlutverki í þessum öra vexti.

Um leið og við þökkum fráfarandi framkvæmdastjóra, Guðmundi Arasyni, vel unnin störf á liðnum árum og óskum honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi, er stjórn félagsins full eftirvæntingar að takast á við skemmtileg verkefni með Trausta og þeim einvala hópi starfsmanna sem Securitas hefur á að skipa. Það er þessi hópur sem hefur komið félaginu á þann góða stað sem það er nú á,? segir Pétur Már Halldórsson, stjórnarformaður Securitas.