Pálmi Haraldsson, einn af eignedum eignarhaldsfélagsins Fons, ætlast til þess að sænska ferðaskrifstofan Ticket Travel selji flugmiða fyrir sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe, segir í frétt Dagens Nyheter.

Fons keypti nýlega rúmlega 12% hlut í Ticket Travel og er stærsti hluthafinn í félaginu, en Fons er einnig stærsti hluthafinn í FlyMe.

Tap hefur verið af rekstri FlyMe og Ticket Travel hefur haft það fyrir reglu að skipta ekki við félög í slæmum rekstri, segir í fréttinni.

Pálmi segir hins vegar í samtali við blaðið að hann sjái enga ástæðu lengur fyrir því að skipta ekki við FlyMe þar sem félagið hefur lokið hlutafjárúboði að virði 271 milljón sænskar krónur, eða um rúmlega 2,15 milljarðar íslenskra króna.