Markaðssetning Ford í Bandaríkjunum á Ford Taurus og tvinnbílsins Ford Fusion getur skipt sköpum varðandi árangur Ford að sögn forstjórans Mark Fields. Hann upplýsti þó einnig í spjalli við starfsmenn Ford að fyrirtækið gæti ekki sinnt eftirspurn eftir tvinnbílum vegna skorts á rafgeimum.

Greint er frá þessu í The Detroit News, en í spjallinu segir Fields einnig. “Okkar stærsta áskorun á árinu 2009 verður að verja okkar stöðu á kviklyndum markaði.” Sagði hann að bæði markaðssetning Taurus og Fusion gætu skipt sköpum. Taurus væri með miklar nýjungar í hönnun “fullvaxinna” bíla. Fusion kæmi aftur á móti með nýjan tvinn-vélbúnað sem yrði sá sparneytnasti í millistærðarflokki sem í boði yrði á bandarískum markaði. Fusion var kynntur á bílasýningu í Los Angeles í síðasta mánuði, en nýi Taurus bíllinn verður frumsýndur á North American International Auto Show í Detroit í janúar. Þess má geta að sala á bílum Ford í Bandaríkjunum hefur fallið um 19% á milli ára.