Lýsing fjármögnunarfyrirtæki segir að fordæmisgildi dóms Héraðsdóms Reykjavíkur um að gengistryggð lán skuli bera óverðtryggða vexti Seðlabankans sé takmarkað.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að fordæmisgildið sé takmarkað vegna þess að það lá fyrir að dómnum yrði áfrýjað til Hæstaréttar óháð því hver niðurstaðan yrði. Mikilvægi dómsins felist fyrst og fremst í að áfanga sé náð í átt að endanlegri niðurstöðu um hvaða vexti gengistryggð bílalán skuli bera.

Lýsing segir að vonir standi til að Hæstiréttur kveði upp dóm sinn í september.