*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 13. júlí 2017 14:22

Formúla 1 og Snapchat í samstarf

Samstarfið er liður í því að fá ungt fólk til þess að fylgjast með Formúlu 1.

Ritstjórn
epa

Kappaksturskeppnin Formúla 1 hefur skrifað undir samkomulag við Snapchat um framleiðslu á efni frá komandi keppnum. Er þetta fyrsti auglýsingasamningurinn sem Formúla 1 gerir við stafrænan miðil sem er fyrst og fremst í snjallsímum.

Í frétt BBC um málið kemur fram að fyrsta keppnin sem fjallað verður um sé Breski kappaksturinn sem fram fer á hinni fornfrægu Silverstone braut um næstu helgi. Samkvæmt samkomulaginu mun efnið sem frá keppnunum koma fram á „Snapchat Our Stories" og mun innihalda myndir og myndskeið sem áhorfendur á keppnum Formúlu 1 setja inn á samfélagsmiðilinn.

Samkvæmt yfirmanni stafrænna markaðsmála hjá Formúlu 1 er samningurinn fyrsta skerfið í því að víkka út markaðssetningu keppninnar á samfélagsmiðlum. „Við þurfum að halda áfram að ná í nýja áhorfendur. Það ætlum við að gera með því að ná til þeirra í gegn um samfélagsmiðla með efni sem sýnir hvað fer fram bak við tjöldin. Snapchat er sá miðill sem er hvað vinsælastur á meðal ungs fólks, sem er aldurshópurinn sem við viljum sérstaklega ná til þar sem hann stendur fyrir framtíð íþróttarinnar," sagði Frank Arthofer yfirmaður stafrænna markaðsmála hjá Formúlu 1.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is