Þeir sem fjárfestu í Ponzi svindli Bernard Madoff geta ekki farið í mál við bandaríska fjármálaeftirlitið (U.S. Securities and Exchange Commission) fyrir að hafa ekki náð að fletta ofan af svindlinu. Alríkisdómstóll komst að þessari niðurstöðu og staðfesti þar með niðurstöðu neðri dómsstiga. Fjallað er um málið á vef Bloomberg

Málið á sér lengri aðdraganda en í apríl 2011 var máli fjárfestanna Phyllis Molchatsky og Steven Schneider gegn eftirlitinu vísað frá dómi. Þeir fóru fram á 2,5 milljónir dollara í skaðabætur. Þess má geta að Bernard Madoff játaði sig sekan um það sem hefur verið kallað stærsta Ponzi svindl sögunnar. Hann situr nú af sér 150 ára fangelsisdóm.