Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands gagnrýnir skuldaniðurfellingar ríkisstjórnarinnar og segir ekki komið til móts við tekjulægsta og eignaminnsta hóp þjóðarinnar. Frumvörp um þau voru kynnt í morgun.

„Ég bara hreinlega skil ekki hvernig ríkisstjórnin getur leyft sér að leggja fram 150 milljarða króna aðgerð (að eigin sögn) þar sem ekki króna er lögð í aðstoð við tekjulægsta og eignaminnsta hóp þjóðarinnar. Það er ekki einu sinni að ríkisstjórnin hafi manndóm til að minnsta kosti reyna að útskýra þetta í greinargerðinni, en þar er látið nægja að segja að aðgerðin nái bara til einstaklinga ekki lögaðila,“ segir Gylfi meðal annars á fésbókarsíðu sinni.

Málið var til umræðu við upphaf þingnefndar í morgun er þar gagnrýndu stjórnarandstæðingar, meðal annars Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, frumvörpin.