Traian Basescu, forseti Rúmeníu, segir evrópska banka hafa blóðmjólkað Rúmenía nógu mikið. Hann vill ekki að landar sýnir gjaldi fyrir græðgi bankanna. Þvert á móti eigi bankarnir að koma að uppbyggingu í landinu.

Í netútgáfu bandaríska blaðsins Boston Globe er haft eftir forsetanum rúmenska að ósanngjarn væri ef Rúmenar verði látnir greiða fyrir óráðsíu móðurfélaga bankanna. Rúmenía fékk inngöngu í Evrópusambandið á nýársdag árið 2007.