Oleksandr Turchynov, forseti úkraínska þingsins, mun gegn embætti forseta landsins þar til nýr forseti verður kjörinn þann 25. maí. Hann tekur við af Viktor Janúkóvitsj sem vikið var úr embætti í gær.

Úkraínska þingið kom saman í morgun og sagði Turchynov á næstu dögum yrði mynduð ný ríkisstjórn, samstjórn allra flokka.
Þrátt fyrir þessar vendingar eru enn þúsundir mótmælenda samankomin á Sjálfstæðistorginu í miðborg Kænugarðs.

Ekki er vitað hvar Janúkóvitsj heldur sig en hann hefur líkt ákvörðun þingsins við valdarán.