Ánægja með störf Barack Obama Bandaríkjaforseta hefur ekki mælst minni í forsetatíð hans samkvæmt Gallup í Bandaríkjunum. Meðal aðspurða eru aðeins 38% ánægðir með störf Obama en 54% óánægðir.

Könnunin var framkvæmd dagana 20-22 ágúst.  Efnahagsástandið virðist hafa mikil áhrif minnkandi ánægju með störf forsetans. Efnahagsvísitala Gallup ( Economic Confidence Index) stendur nú í -56 en hefur hæst farið í -14 síðastu 12 mánuði.

Í júní var ánægjan með Obama að meðaltali 46% og hélst þannig fyrri hluta júlí þegar hún tók að minnka mikið vegna deilna um skuldaþak alríkissjóðsins.

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)