Laun Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, námu í fyrra 140.000 dölum, eða um 17,8 milljónum króna. Það þýðir að mánaðarlaun Harðar hafa verið um 1,5 milljón í fyrra.

Þá segir í ársreikningi fyrirtækisins að fimm framkvæmdastjórar og aðstoðarforstjóra hafi numið samtals 948.000 dölum í fyrra, eða um 120,5 milljónum króna. Þetta þýðir að meðalmánaðarlaun þeirra hafa verið tæplega 1,7 milljónir króna, eða um 200.000 krónum meira en forstjórinn fær á mánuði. Nema að þeir hafi allir nákvæmlega jafnhá laun þá er einhver þeirra með hærri mánaðarlaun en þessu nemur.

Stjórn Landsvirkjunar fékk samtals greidda 84.000 dali í fyrra fyrir stjórnarsetuna, eða um 10,7 milljónir króna. Í stjórninni sitja fimm manns og voru meðalmánaðarlaun stjórnarmanna því um 180.000 krónur.