Theo Hoen, forstjóri Marel Food Systems, keypti í morgun hluti í félaginu fyrir um 30 milljónir króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en Hoen keypti 500 þúsund hluti á genginu 58,8, sem er nokkuð í takt við gengi bréfanna á markaði. Þau hafa þó hækkað í morgun um tæp 2,8% og er gengið nú 59,5 á hvern hlut.

Eftir viðskiptin í morgun á Hoen nú 1,5 milljón hluti í félaginu sem miðað við núverandi markaðsgengi er andvirði rúmlega 88 milljón króna. Þá á Hoen kauprétt á 2 milljón hlutum til viðbótar.