Forstjóri Nintendo, Saturo Iwata, er látinn úr krabbameini, 55 ára að aldri. Iwata fór í aðgerð á síðasta ári og hafði snúið aftur til starfa um skamma hríð áður en honum hrakaði.

Iwata gekk til liðs við Nintendo árið 2000 og samkvæmt frétt BBC var hann mjög virtur í leikjageiranum í Japan. Hann er sagður hafa staðið að baki sumum af vinsælustu nýjungum Nintendo á starfstíma sínum. Hann er einnig sagður hafa leitt innreið Nintendo í farsímaleikjamarkaðinn.