Matthias Muller, forstjóri Volkswagen group hefur óskað eftir því að viðbótarkröfum vegna skatta og gjalda vegna rangar skráningar mengunarefna í útblæstri ökutækja frá Volkswagen verði beint til Volkswagen Group en ekki til viðskiptavina fyrirtækisins. Þetta kemur fram í bréfi forstjóra Volkswagen group til fjármála- og efnahagsráðherra sem barst ráðuneytingu þann 13. nóvember.

Ráðuneytið hefur undanfarið haft til skoðunar hver áhrif rangrar skráningar mengunarefna í útblæstri ökutækja frá Volkswagen verði á annars vegar innflytjendur og hins vegar eigendur ökutækjanna. En álagning vörugjalds tekur mið af magni koltvísýrings í útblæstri.

Í bréfinu til ráðuneytisins segir að Volkswagen Group hyggist leiðrétta ranga skráningu á koltvísýringsútblæstri bifreiðanna og upplýsa skattayfirvöld um breytingarnar. Volkswagen Group óskar eftir því að viðbótarkröfur vegna skatta og gjalda verði beint að Volkswagen Group en ekki viðskiptavinum fyrirtækisins.

Bréf Muller til ráðuneytisins mér lesa hér .