*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 1. nóvember 2004 08:48

Forval vegna sölu byggingarréttar

Ritstjórn

Hafnarfjarðarbær auglýsir forval vegna sölu byggingarréttar á Norðurbakka í Hafnarfirði. Um er að ræða alls um 440 íbúðir sem eru á 6 fjölbýlishúsalóðum, sem 6 aðilar geta keypt. Að loknu forvali verður öllum þeim sem skilað hafa gögnum í forvali og uppfylla sett skilyrði boðið að gera tilboð í kaup á byggingarrétti á Norðurbakka.

Forvalsgögn verða afhent þann 2. nóvember 2004 á heimasíðu Strendings ehf, verkfræðiþjónustu, veffang: strendingur.is án endurgjalds, eða gegn 5.000 kr. gjaldi í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6.

Aðilar skulu skila tilskyldum gögnum í samræmi við forvalsgögn, þriðjudaginn 16. nóvember í þjónustuver Hafnarfjarðar Strandgötu 6, fyrir lokun (kl. 17:00).