Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka til meðferðar mál sem varðar fóstureyðingar, en þetta er fyrsta málið um rétt til fóstureyðinga sem dómstóllinn hefur samþykkt að taka til meðferðar í um það bil 20 ár.

Hart hefur verið deilt um fóstureyðingar í bandaríkjunum síðustu áratugina alveg síðan að Hæstiréttur dæmdi í máli Roe gegn Wade árið 1973. Í því máli dæmdi Hæstiréttur Bandaríkjanna að bann gegn fóstureyðingum væri andstætt stjórnarskrá Bandaríkjanna, en með því voru fóstureyðingar heimildar í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Fjölmargir stjórmálamenn og forsetaframbjóðendur hafa lýst því yfir að þeir séu ósammála niðurstöðu dómsins og að þeir vilji snúa niðurstöðunni við.

Málið sem Hæstiréttur hefur nú samþykkt að taka til meðferðar varðar lög í Texas ríki. Lögin bættu við miklu reglugerðarfargi á fóstureyðingarstofur og það hefur verið sagt að óopinbert markmið laganna hafi verið að fækka fóstureyðingarstofum í ríkinu. Fjöldi heilbrigðisgæslna sem bjóða upp á fóstureyðingar hefur fækkað úr 41 í 18 síðan lögin tóku gildi. Fylgismenn fóstureyðinga kærðu lögin á þeim grundvelli að það væri í raun verið að banna fóstureyðingar í ríkinu með því að gera fóstureyðingarstofum ókleift að starfa innan landamæra ríkisins.

EF að Hæstiréttur dæmir lögin ekki andstæð stjórnarskrá þá er líklegt að stofum sem bjóði upp á fóstureyðingar muni fækka enn frekar og að önnur ríki Bandaríkjanna sem vilji einnig takmarka, eða banna, fóstureyðingar muni innleiða sambærileg lög og Texas.

Meirihluti fylgjandi

Meirihluti Bandarríkjamanna hefur í skoðanakönnunum sagst vera fylgjandi því að fóstureyðingar séu heimildar og hefur sá meirihluti verið til staðar síðustu áratugi. Fylkingar innan þingsins hafa þó ekki komist að samkomulagi um lög um fóstureyðingar, þ.m.t. hvort þær skuli vera heimildar og fram á hvaða viku þungunar þær eigi að vera heimilar.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hlotið gagnrýni fyrir að taka að sér málið á þeim grundvelli að hann hafi ekki lýðræðislegt umboð til að fjalla um það. Þetta sé mál sem eigi að útkljá á hinu pólitíska sviði en eigi ekki að vera í höndum níu einstaklinga sem eru ekki lýðræðislega kjörnir.