Anshu Jain, sem gegndi stöðu forstjóra Deutsche Bank AG fram til ársins 2015, hefur verið ráðinn til Cantor Fitzgerald. Um er að ræða fjármálafyrirtæki sem var stofnað árið 1945 af Bernard Gerald Cantor og John Fitzgerald.

Anshu Jain mun koma til með að gegna stöðu stjórnarformanns. Félagið er talsvert smærra en Deutsche Bank, en á sér þó mikla sögu. Jain verður mun þá setjast að í London og þaðan á hann að miðla reynslu sinni. Markmiðið er að styrkja stöðu félagsins á sviði verðbréfaviðskipta og miðlunar.

Undir stjórn Anshu Jain varð Deutsche Bank einn umfangsmesti banki Evrópu. Hann steig þó niður af forstjórastólnum í júnímánuði ársins 2015. Við tók John Cryan, en sá hefur ráðist í miklar hagræðingar. Til að mynda hefur hann breytt umbunarkerfi stjórnenda, hætt arðgreiðslum og sagt upp þúsundum starfsmanna.