Arun Sarin, fráfarandi forstjóri Vodafone, hefur fengið um 25 milljónir punda í laun á þeim fimm árum sem hann hefur stýrt fyrirtækinu, samkvæmt frétt Guardian. Eins og fjallað hefur verið um hyggst Sarin hætta sem forstjóri félagsins í næsta mánuði, en eftirmaður hans verður Vittorio Colao.

Samkvæmt frétt Guardian fær Colao lægri laun en forveri sinn. Coalo fær 975.000 pund á sínu fyrsta ári á meðan Sarin fékk 1,3 milljónir punda á ári. Fyrir lokaár sitt hjá fyrirtækinu fékk Sarin rúmlega 3,5 milljónir punda í laun og bónusgreiðslur.