Frakkland íhugar nú að fella niður tekjuskatt hjá þegnum sínum árið 2017. Ástæðan er sú að stjórnvöld vilja skipta um skattkerfi og fara í það kerfi sem Bandaríkin og stór hluti heimsins, þar á meðal Ísland, notar. Þetta kemur fram í frétt frá AP .

Í flestum löndum er tekjuskattur dreginn af launþegum áður en þeir fá greidd laun sín og þannig vill Frakkland hafa hlutina. Eins og staðan er núna greiða Frakkar skatta ári eftir að þeir þéna tekjur sínar.

Christian Eckert, fjármálaráðherra Frakklands, sagði í dag að stjórnvöld muni ekki tví-skattleggja vinnuafl árið 2018, árið sem skattkerfið breytist. Þess vegna verður árið 2017 í raun án tekjuskatts fyrir launafólk.

Skattgreiðendur munu þó ekki finna mikinn mun. Árið 2017 munu þeir samt borga skatta fyrir árið á undan.

Bandaríkin breyttu skattkerfi sínu í hið algenga kerfi árið 1943, fyrst og fremst til að fjármagna seinni heimsstyrjöldina.