Fransk-hollenska flugsamsteypan Air France-KLM greindi frá því í gærkvöldi að stjórnvöld í Frakklandi hefðu veitt félaginu aðstoð sem nemur 7 milljörðum evra. Flugfélagið hefur frá því í byrjun apríl átt í viðræðum við stjórnvöld í heimalöndum sínum sem hófust eftir að félagið greindi frá því að þrátt fyrir að félagið hefði ráðist í aðgerðir til að vernda lausafjárstöðu félagsins myndi félagið þurfa á fjármögnun að halda á þriðja ársfjórðungi.

Aðstoðin frá franska ríkinu er tvíþætt. Annars vegar hefur gengið frá 4 milljarða evra fjármögnun frá sex bönkum en franksa ríkið mun ábyrgjast 90% upphæðarinnar. Umrædd fjármögnun er til 12 mánaða en þó hefur Air France KLM möguleika á að framlengja hana um eitt ár í tvö skipti.

Hins vegar hafa frönsk stjórnvöld sem fara með rúmlega 14% hlut í félaginu veit félaginu 3 milljarða evra eigendalán til fjögurra ára sem verður hægt að lengja tvisvar um eitt ár.

Fyrir utan aðstoð frá frönskum stjórnvöldum hefur félagið einnig átt í viðræðum við hollensk stjórnvöld sem fara með 14% hlut í félaginu. Þeim viðræðum en er ekki lokið en Wopke Hoekstra, fjármálaráðherra Hollands látið hafa það eftir sér að stjórnvöld í landinu muni veita félaginu 2-4 milljarða evra aðstoð.