Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, krafðist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur liti til refsiramma laganna, eða 6 ára fangelsis, þegar refsing var ákveðin fyrir Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í markaðsmisnotkunarmáli embættisins gegn honum og undirmönnum hans í bankanum.

Hún varð hins vegar ekki að vilja sínum og var Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi við dómsuppkvaðningu í morgun, en þar af var refsingu frestað um níu mánuði haldi hann almennt skilorð. Sigurjón mátti sæta gæsluvarðhaldi í eina viku við rannsókn málsins árið 2011, en það kemur til frádráttar refsingunni.