*

laugardagur, 27. febrúar 2021
Innlent 18. janúar 2021 08:14

Framförum flýtt um mörg ár vegna Covid

Viðskiptastjóri hjá Origo segir að faraldurinn hafi hjálpað til við að sýna fram á möguleikana til að breyta hegðun með gögnum.

Ritstjórn
Snæbjörn Ingi Ingólfsson er viðskiptastjóri Origo.
Aðsend mynd

Með aukinni tækni sem safnar stafrænu ryki (e. Digital Dust) daglegs lífs, gögnum sem spanna stafræna og líkamlega heiminn, er hægt að nota upplýsingar til að hafa áhrif á hegðun með auknu upplýsingaflæði. Sem dæmi geta fjarskiptatæki fylgst með aksturshegðun í atvinnubílum, allt frá skyndilegri hemlun til krappra beygja.

„Breytingar og framfarir í heiminum eru miklar á þessum tímum. Tækifærin eru í raun gríðarleg og ástandið vegna COVID-19 hefur flýtt tækniframförum um mörg ár,“ segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, viðskiptastjóri hjá Origo.

„Hlutir sem við töldum að myndu eiga sér stað á næstu 3-7 árum eru margir að verða að veruleika núna og á allra næstu mánuðum. Við munum halda áfram á þessu ári að vinna með það sem árið 2020 ýtti af stað, m.a. fjarvinnu, dreifivinnu, sjálfsafgreiðslu verslana og fleira.“

Hann nefnir að greiningafyrirtækið Gartner, sem sérhæfir sig í rannsóknum og ráðgjöf til upplýsingatæknifyrirtækja, hafi tekið saman lista yfir það sem þeirra telja að verði heitustu viðfangsefnin árið 2021.

„Þetta er margt sem við könnumst við, en með breyttum áherslum. Þrátt fyrir að heimsfaraldur hafi breytt því hvernig við vinnum eða leitum okkur að vörum eða þjónustu, þá er eitt sem hefur ekki breyst en það er að fólk er enn miðpunkturinn í öllum viðskiptum. En það þarf stafræna ferla eða virkni til að styðjast við.“

Dreifivinna og stafrænt ryk

Snæbjörn segir að faraldurinn hafi dregið ýmsar breytingar í hegðun fram á dagsljósið, en IoB (Internet of Behavours) snýst um það að nota gögn til breyta hegðun.

„Með aukinni tækni sem safnar „stafrænu ryki“ (e. Digital Dust) daglegs lífs, gögnum sem spanna stafræna og líkamlega heiminn, er hægt að nota upplýsingar til að hafa áhrif á hegðun með auknu upplýsingaflæði,“ segir Snæbjörn.

„Sem dæmi geta fjarskiptatæki fylgst með aksturshegðun í atvinnubílum, allt frá skyndilegri hemlun til krappra beygja. Fyrirtæki geta síðan notað þessi gögn til að bæta afköst ökumanns, betri leiðir, öryggi og lægra viðhaldi. IoB getur safnað, sameinað og unnið úr gögnum frá mörgum stöðum, þar á meðal gögn um viðskiptavini sem unnin eru af opinberum aðilum og ríkisstofnunum m.a. af samfélagsmiðlum. Persónuverndarlög, sem eru mismunandi eftir svæðum, munu hafa mikil áhrif á upptöku og umfang IoB.“

Snæbjörn bendir á að COVID hafi breytt því hvar og hvernig starfsmenn, viðskiptavinir, birgjar og þjónusta er staðsett.

„Sjálfstæðar staðsetningar þurfa miklar tæknibreytingar til að styðja við þennan nýjar veruleika og breytt viðskiptamódel. Heildarreynsla sameinar margreynslu þ.e. reynslu viðskiptavina, reynslu starfsmanna og reynslu notenda til að breyta afkomu fyrirtækja,“ segir Snæbjörn.

„Markmiðið er að bæta heildarupplifunina þar sem allir þessir hlutir skarast, allt frá tækni til starfsmanna til viðskiptavina og notenda. Þessi þróun gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að nýta sér þær truflanir á starfsemi sem COVID-19 fylgir, þar á meðal fjarvinnu, færanleika og dreifða viðskiptavini. Til dæmis umbreytti eitt fjarskiptafyrirtæki allri upplifun viðskiptavina sinna í því skyni að bæta öryggi og ánægju.“

Rekstrarmódel óháð staðsetningum

Snæbjörn segir rekstrarmódel sem er óháð staðsetningum sé nauðsynlegt fyrir fyrirtæki til að komast farsællega út úr COVID-19.

„Í grunninn gerir þetta rekstrarmódel það mögulegt að viðskipti geta átt sér stað hvar sem er þar sem viðskiptavinir, vinnuveitendur og viðskiptafélagar starfa óháð staðsetningum. Rekstrarmódel sem er óháð staðsetningum er stafrænt og í ákveðinni fjarlægð. Hér má nefna banka sem eru bara á vefnum, þar sem allar afgreiðslu fara fram án allra snertinga. Stafræn vegferð á að vera sjálfgefin allan tímann.“

Snæbjörn nefnir jafnframt að greind samsett viðskipti séu þau sem geta aðlagast og endurskipulagt sig í grundvallaratriðum byggt á núverandi aðstæðum.

„Þar sem stofnanir flýta fyrir stafrænni viðskiptastefnu til að knýja fram hraðari stafræna umbreytingu, þurfa þær að vera liprar og taka skjótar viðskiptaákvarðanir upplýstar af þeim gögnum sem fyrir eru,“ segir Snæbjörn.

„Til að gera þetta með góðum árangri verða fyrirtæki að opna fyrir betra aðgengi að upplýsingum, og bæta við upplýsingum sem gefa betri innsýn og hafa getu til að bregðast hratt við afleiðingum þeirrar sýnar. Þetta mun einnig fela í sér aukið sjálfræði og lýðræðisvæðingu hjá fyrirtækjum, sem gerir þeim kleift að bregðast hratt við í stað þess að vera föst í óhagkvæmum ferlum.“

Gervigreindar verkfræði og ofursjálfvirknivæðing

Öflug gervigreindar tækniáætlun mun að mati Snæbjarnar auðvelda frammistöðu, sveigjanleika, túlkanleika sem og áreiðanleika gervigreindarmódela sem fjárfest er í.

„Gervigreindarverkefni standa oft frammi fyrir viðfangsefnum, sveigjanleika og stjórnarháttum sem gerir þau að áskorunum fyrir flest fyrirtæki,” segir Snæbjörn ennfremur.

„Ofursjálfvirknivæðing er drifin áfram af fyrirtækjum sem hafa gamaldags viðskiptaferli sem eru ekki straumlínulagaðir og það skapar kostnaðarsöm og umfangsmikil vandamál fyrir fyrirtæki og stofnanir. Mörg fyrirtæki og stofnanir eru styðjast við "bútasaums" tækni sem er ekki sveigjanleg, skilgreind, tengd, hrein eða skýr. Á sama tíma krefst hröðun stafrænna viðskipta, skilvirkni, hraða og lýðræðis. Félög sem einbeita sér ekki að skilvirkni, virkni og lipurð í viðskiptum verða skilin eftir.“