Perla Björk Egilsdóttir tók um áramót við stöðu framkvæmdastjóra Saga Medica. Perla er lífefnafræðingur að mennt og hefur starfað sem markaðsstjóri SagaMedica frá árinu 2008.

„Ég held áfram á sömu braut,“ segir Perla aðspurð hvort nýtt starf komi til með að breyta áherslunum. „En það eru vissulega tímamót hjá fyrirtækinu,“ bætir hún við og vísar til klínískrar rannsóknar sem fyrirtækið lauk nýverið á einni af vörum sínum. „Þessi rannsókn er fyrsta klíníska rannsóknin sem framkvæmd er á íslenskri náttúruvöru. Í kjölfarið hafa opnast fyrir okkur ýmsir möguleikar bæði í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum sem við erum að vinna úr,“ segir Perla.

„Ég á náttúrlega mótorhjól,“ segir Perla Björk aðspurð um hvort tími gefist til að sinna öðrum áhugamálum en vinnunni. „En lífið snýst vissulega mjög mikið um vinnu þessa dagana,“ bætir hún við. „Við fjölskyldan erum mikið fyrir útiveru. Við búum í útjaðri bæjarins í náttúruparadís við Elliðavatn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.