Samkomulag ísraelska fjártæknifélagsins Rapyd og Arion banka um kaup þess fyrrnefnda á Valitor hf. hefur verið framlengt til 1. maí 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu .

Kaup Rapyd á Valitor eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins (SKE) og höfðu félögin gert ráð fyrir að niðurstaða SKE lægi fyrir, fyrir árslok, en svo varð ekki.

Tilkynnt var um fyrirhuguð kaup þann 1. júlí á nýliðnu ári. Kaupverð er 100 milljónir bandaríkadala eða ríflega 12 milljarðar íslenskra króna.

Sjá einnig: Rapyd kaupir Valitor