Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa náð saman um áframhaldandi stjórnarsamstarf samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við embætti forsætisráðherra af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og að starfað verði eftir verkáætlun sem byggi á upphaflegum stjórnarsáttmála flokkanna. Rætt er um að Ásmundur Einar Daðason taki við sjávarútvegsráðuneytinu af Sigurði Inga, en það hefur ekki fengist staðfest.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er stefnt að því að gengið verði til þingkosninga í haust.