Fylgi Framsóknarflokksins flokkað eftir kjördæmum.
Fylgi Framsóknarflokksins flokkað eftir kjördæmum.
© vb.is (vb.is)

Sterkasta vígi Framsóknarflokksins samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er Norðvesturkjördæmi þar sem fylgi flokksins mælist rúmlega 26% fylgi. Þar leiðir lista flokksins Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður.

Í nýlegum þjóðarpúls Gallup mældist Framsóknarflokkurinn með 13% fylgi á landsvísu.Viðskiptablaðið hefur undir höndum niðurstöðu Þjóðarpúlsins eftir einstaka kjördæmum.

Eins og sjá má á myndinni hér að ofan mælist flokkurinn með um 23% fylgi í Norðausturkjördæmi og 21% fylgi í Suðurkjördæmi. Í öllum fyrrnefndum kjördæmum á Framsóknarflokkurinn tvo þingmenn í hverju kjördæmi.

Minnta fylgi flokksins mælist hins vegar í Reykjavíkurkjördæmi Norður, sem er jafnframt kjördæmi Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar, formanns flokksins, en þar mælist fylgið nú 6,1%. Þá mælist flokkurinn með 9,1% fylgi í Reykjavíkurkjördæmi suður sem og í Suðvesturkjördæmi.