Framtakssjóðurinn leggur til hliðar hluta af söluandvirði Húsasmiðjunnar til að greiða hugsanlega sekt vegna samkeppnislagabrotið og endurálagningu opinberra gjalda vegna meintra skattalagabrota. Málin er bæði frá tíð fyrri eigenda á árunum 2003 til 2006.

Eigendur Húsamiðjunnar á þessum árum voru þeir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson, sem nú eiga stóran hlut í Högum, Baugur Group og Hannes Smárason, sem bættist síðar við í hluthafahópinn.

Í tilkynningu frá Framtakssjóðnum, sem er að selja Húsasmiðjuna, er á þessari stundu ekki ljóst hversu há upphæðin verður sem þarf að leggja til hliðar vegna þessara mála.